Gátu ekki greitt út allan séreignasparnaðinn

Almenna lífeyrissjóðnum tókst ekki að borga út fyrstu greiðslu vegna tímabundinnar útgreiðslu séreignarsparnaðar. Í tilkynningu sjóðsins segir að fjöldi umsókna hafi verið slíkur að ekki hafi tekist að vinna úr þeim. Um 2000 umsóknir bárust Almenna lífeyrissjóðnum og er stefnt að útgreiðslu fyrir páska.

Tilkynna þarf allar greiðslur til Ríkisskattstjóra sem hefur eftirlit með að einstaklingar geti ekki tekið út hærri fjárhæð en lög heimila. Hámarkið er ein milljón króna sem skiptist á níu mánaða tímabil. Einstaklingur fær því greiddar að hámarki tæpar 70 þúsund krónur á mánuði, eftir að staðgreiðsla hefur verið dregin frá.(mbl.is)

Það er alvarlegt mál,að lífeyrissjóðir geti ekki greitt út séreignasparnað eins og alþingi hefur samþykkt að greiða út til þess að létta undir með fólki í kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband