Ný Gallup könnun: Samfylkingin stærst

Samfylkingin er enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag.

Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun Capacent-Gallup.
Núverandi ríkisstjórn fengi traustan meirihluta samkvæmt þessari könnun, 39 þingmenn af 63. Mögulegar meirihlutastjórnir með Sjálfstæðisflokki væru með öðrum hvorum stjórnarflokkanna.
Samfylkingin fær 0.6% minna en fyrir viku, nú 29.4. Vinstri-græn fá 27.7%, þau bæta við sig einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir einnig við sig, fer úr 24.4 í 25.4%.
Fylgi Framsóknarflokksins minnkar, hann fær nú 10.7%.
Ef kosningaúrslitin væru þessi bætti Samfylkingin við sig tveimur þingmönnum frá 2007 og fengi 20 þingmenn, Vinstri-græn 19, átta fleiri en síðast, Sjálfstæðisflokkurinn tapaði átta þingmönnum og fengi 17. Þingstyrkur Framsóknar væri óbreyttur 7 þingmenn. Frjálslyndir töpuðu þeim fjórum sem þeir fengu 2007, en fylgi þeirra mælist aðeins 1.4%.

Af þeim flokkum sem ekki kæmu manni á þing vekur athygli að Borgarahreyfingin sem fram að þessu hafði bætt við sig fylgi frá einni könnun til annarrar tapar nú 0.4% og fær 3%.  Fullveldissinnar mælast með 1,5% og annar ónefndur flokkur með 0.9%.

Könnunin var gerð dagana 25. - 31. mars, heildarúrtak var óvenjustórt, tæplega 2500 og svarhlutfall liðlega 61%. (ruv.is)
Ef fylgi flokkanna verður óbreytt í kosningunum  geta Samfylking og VG   myndað stjórn en margt getur breytst fram að kosningum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband