18000 atvinnulausir

Alls eru 17.944 skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar í dag. Hafa verður í huga að hluti þeirra er í hlutastörfum og fær því greiddar hlutabætur. Alls eru 11.415 karlar skráðir á atvinnuleysiskrá og 6.529 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru skráðir 12.055 einstaklingar á atvinnuleysisskrá.

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að gera verður ráð fyrir að þar af séu nálægt 1.000 manns sem ekki eru í atvinnuleit vegna breyttra aðstæðna eftir að þeir skráðu sig, en upplýsingar um slíkt berast Vinnumálastofnun yfirleitt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum.

Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, þ.e. þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi yfir 3.000 manns.

Í mars bárust Vinnumálastofnun 7 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 357 einstaklingum. Þrjár tilkynningar voru úr fjármálastarfsemi með samtals 84% þeirra sem sagt var upp með þessum hætti.

Skráð atvinnuleysi í febrúar var 8,2% eða að meðaltali voru 13.276 manns án atvinnu. (mbl.is)

Atvinnuleysið er ógnvænlegt.Ég sé ekki,að ríkisstjórnin sé að gera neitt raunhæft til þess að draga úr atvinnuleysinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég var að reyna að sjá fyrir mér þennan fjölda saman kominn á einum stað, gat eiginlega ekki hugsað það til enda.

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband