Föstudagur, 3. apríl 2009
Rannsóknarnefnd Alþingis kannar lánveitingar til stærstu lántakenda
Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar.
Til fundarins var boðað í framhaldi af upplýsingafundi nefndarinnar með forseta Alþingis, formönnum þingflokka og forsætisnefnd Alþingis sem haldinn var í gær í samræmi við ákvæði laga um rannsóknarnefndina.
Í ljósi þess hversu útlán til 100 stærstu lántakenda hvers banka voru stór hluti af heildarútlánum þeirra og þar sem þar var að finna útlán og önnur viðskipti sem varpað geta ljósi á allar helstu tegundir og fyrirkomulag útlána auk annarrar fyrirgreiðslu bankanna ákvað nefndin að beina sjónum sínum sérstaklega að þessum lántakendum," segir meðal annars í minnisblaðinu.
Löggiltir endurskoðendur sem starfa á vegum nefndarinnar vinna nú ásamt öðrum starfsmönnum að athugun á útlánum og annarri fyrirgreiðslu bankanna til þessara aðila, einkum á árunum 2007 og 2008," segir einnig.(visir.is)
Það er athyglisvert hvað bankarnir lánuðu mikið til 100 stærstu lántakenda.Þar á meðal eru stærstu eigendur bankanna og aðilar tengdir þeim.Þessar lánveitingar þarf að rannsaka alveg niður í kjölinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.