Engar viðræður við IMF um einhliða upptöku evru

Stjórnvöld hafa ekki átt í viðræðum við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um einhliða upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag þegar að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í trúnaðarskýrslu sem breska dagblaðið Financial Times komst yfir.

Í skýrslunni leggur AGS til að aðildarríki Evrópusambandsins í Mið- og Austur-Evrópu, sem orðið hafa orðið hvað verst úti í fjármálakreppunni, leggi niður gjaldmiðla sína og taki þess í stað upp einhliða evru.

Sigurður spurði Steingrím hvort að rætt hafi verið við fulltrúa AGS um upptöku evru og hvort ríkisstjórnin teldi einhliða upptöku gjaldmiðils mögulega.

Steingrímur sagði að engar slíkur viðræður við fulltrúa AGS hafi átt sér stað. Hann benti á að staða Íslands samanborið við Evrópuríkin væri gjörólík. Sum ríkin væru nú þegar komin í Evrópusambandið og hefðu tengt gjaldmiðla sína við evru. Steingrímur sagði að það væri að valda þeim ríkjum miklum vanda.

Sigurður gerði einnig nýlega ræðu Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, að umfjöllunarmáli sínu. Þar lýsti Obama því yfir að upptök fjármálakreppunnar mætti rekja til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Sigurður vildi vita hvort að yfirlýsing Obama gæfi tilefni til viðræðna við stjórnvöld í Washington um aðgerðir á sviði efnahagsmála. Hann taldi einbúið að taka upp slíkar viðræður t.a.m. um gjaldeyrismál.

Steingrímur sagði mikilvægt að íslensk stjórnvöld ættu gott samband við nýju ríkisstjórnina í Bandaríkjunum. Mörg athyglisverð mál væru á dagskrá ríkisstjórnar Obama. Steingrímur sagði að það skipti allan heiminn miklu máli að Obama takist vel upp.(mbl.is)

Enda þótt færa megi rök fyrir því að taka einhliða upp evru er sennilega ekki skynsamlegt,að gera það nú.Sennilega er betra fyrir okkur að hafa krónuna enn um sinn meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann í efnahagsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband