Mánudagur, 6. apríl 2009
Ekki má lækka lægstu laun
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur boðað trúnaðarmenn verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar til fundar í dag til að ræða stöðu heilbrigðisþjónustunnar og framtíðarhorfur.
Samkvæmt gildandi fjárlögum eru greiðslur vegna trygginga, bóta og félagslegrar aðstoðar áætlaðar um 100 milljarðar króna, eða um fimmtungur allra fjárlaganna. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð um 120 milljarðar króna. Fyrir liggur að skera þarf niður um sjö milljarða á þessu ári og enn meira á því næsta. Hvar eða hvernig skorið verður liggur ekki fyrir.
Heilbrigðisráðherra segir í fundarboði til trúnaðarmanna verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna og til þess þurfi samstöðu allra sem innan hennar vinna. Velferðarmál séu líka atvinnumál.
Það þarf að svara því hvernig menn sjá fyrir sér þennan niðurskurð. Það er gríðarlega mikilvægt að þjóðarsátt náist um að ekki verði hróflað við þeim sem lægst hafa launin innan heilbrigðisþjónustunnar. Þar er einfaldlega ekki af neinu að taka, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. (mbl.is)
Ég tek undir með Vilhjálmi.Ekki má lækka lægstu launin.Það verður að slá skjaldborg um þau.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.