Borgum ekki Ice save

Virtur bandarískur hagfræðingur,Hudson,var í þættinum,Silfri Egils, á RUV í gær og ræddi bankahrunið hér. Hann hefur m.a. verið efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu.Bandaríski hagfræðingurinn sagði,að Island ætti ekki að greiða erlendar skuldir,sem einkabankarnir hefðu stofnað til.Íslenska ríkið hefði ekki ráð á því og ætti .því ekki að borga.

Ég er sammála hagfræðingnum.Við höfum t.d. ekki ráð á því að greiða Íce save reikningana og okkur ber ekki skylda til þess að gera það.Það er ekkert í tilskipun ESB sem segir,að  ríki eigi að greiöa ef einkabankar geta ekki greitt eða innlánstryggingasjóðir duga ekki. Fyrri ríkisstjórn gugnaði fyrir hótunum Breta og ESB og í raun var fyrri ríkisstjórn beitt kúgun. Núverandi ríkisstjórn  getur hreinlega sagt við Breta og ESB,að Ísland hafi ekki efni á því að greiða Ice save enda beri okkur ekki að greiða skv. tilskipun ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband