Sjálfstæðisflokkurinn reynir að kúga alþingi!

Undanfarna daga hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið uppi málþófi á alþingi  og komið í veg fyrir afgreiðslu mála enda þótt stutt sé til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að koma í veg fyrir afgreiðslu á frv. til breytinga á stjórnarskrá enda þótt meirihluti alþingis standi að frumvarpinu. Þannig reynir Sjálfstæðisflokkurinn að kúga alþingi.Flokkurinn hefur hvað eftir annað sagt,að hann muni greiða fyrir afgreiðslu annarra mála ef ríkisstjórnin falli frá frv. um stjórnarskrá.Þetta er ekkert annað en kúgun.Ég vona,að ríkisstjórnin og meirihluti alþingis láti ekki  kúga sig. Fólkið í landinu vill aukið lýðræði.Það var krafa búsáhaldabyltingarinnar.Þess vegnas þarf að halda stjórnlagaþing og það þarf strax að samþykkja brýnar breytingar á stjórnarskrá svo sem að auðlindir landsins seu þjóðareign  og að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.Stjórnlagaþing mun fjalla um betri skil milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds  en þau skil eru alltof óljós í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að átta sig á því,að hann er ekki lengur við völd.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband