Tæplega 1000 umsóknir um greiðsluerfiðleikalán

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána. Allt árið í fyrra voru umsóknir vegna greiðsluerfiðleika 1405, en 377 árið 2007.

Að auki er um að ræða greiðslujöfnun fasteignaveðlána, sem var lögfest í nóvember 2008. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um greiðslujöfnun, 25. nóvember í fyrra, hafa borist 529 umsóknir. Afgreiðslu er lokið vegna 261 umsóknar um greiðslujöfnun, en hinar eru enn í vinnslu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði.
 

„Haft var eftir Tryggva Þór Herbertssyni hagfræðingi á mbl.is í gær (úr þættinum Sprengisandi á Bylgjunni) að yfir eitt þúsund manns hefðu sótt um greiðsluaðlögun til Íbúðalánasjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins. Íbúðalánasjóður telur rétt að árétta af þessu tilefni, að heimild til greiðsluaðlögunar er úrræði sem heyrir ekki undir verksvið sjóðsins.

Lög um greiðsluaðlögun voru samþykkt á Alþingi í lok mars og gengu í gildi 1. apríl, en þar um að ræða breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o. fl. Þau lög heyra undir verksvið dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og var lagafrumvarpið til breytinga á þeim flutt af dóms- og kirkjumálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu heimilanna hefur enginn enn nýtt sér þessa nýsamþykktu heimild til greiðsluaðlögunar.

Íbúðalánasjóður telur mikilvægt að ítreka sérstaklega að úrræðið er ekki á vegum sjóðsins að neinu leyti. Þetta réttarúrræði – greiðsluaðlögun - hefur það markmið að gera skuldara kleift að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum til að koma í veg fyrir að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu heimilanna hefur enginn enn nýtt sér þessa nýsamþykktu heimild til greiðsluaðlögunar. Íbúðalánasjóður telur mikilvægt að ítreka sérstaklega að úrræðið er ekki á vegum sjóðsins að neinu leyti. Þetta réttarúrræði – greiðsluaðlögun - hefur það markmið að gera skuldara kleift að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum til að koma í veg fyrir að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta," að því er segir í tilkynningu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband