Verðtryggingin á undanhaldi.LÍ býður óverðtryggð húsnæðislán

Landbankinn ætlar að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Þá lækka vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum um allt að 2,5 prósentustig frá 11. apríl. Vextir á verðtryggðum lánum og reikningum lækka um eitt prósentustig.(ruv.is)

Þetta eru gleðifrétir.Þær leiða í ljós,að verðtryggingin er á undanhaldi.Það má búast við að fleiri fjármála

stofnanir bjóði upp á óverðtryggð lán.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sér smá vonarglætu í þessum breytingum, en því miður hefur þessi veruleikafirrta seðlaprentun í form verðtryggingar staðið of lengi og ekki verður bættur sá skaði sem þessi klikkun hefur valdið.  Ég hef ætíð haldið því fram að verðtrygging hafi verið heimskasta leið pólitíkusa á sínum tíma í baráttu við verðbólgu en sú auðveldasta fyrir þá. 

Það er dapurlegt að hlusta á hagfræðinga eins og Guðmund Ólafsson (á Bylgjunni í dag) lýsa því yfir að ef verðtrygging verði afnumin kosti það til dæmis að LÍN og Íbúðalánasjóður leggist af.  Því miður finnst mér rök hans fyrir áframhaldandi verðtryggingu ekki hæfa hagfræðingi.  Guðmundur er fastur gestur á útvarpi Sögu hvern föstudag hjá Sigurði G. Tómassyni.  Því miður hafa þeir ekki símatíma fyrir hlustendur eins og flestir aðrir á útvarpi Sögu og því einhliða umræða hjá þeim og áróður fyrir verðtryggingu.    Þeir minna mig dálítið mikið á heimasíðu HHG, opin út, lokuð inn.  Og þeir sem gagnrýna HHG manna mest. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband