Mánudagur, 6. apríl 2009
Bankahrunið: Eftir hverju er beðið?
Enn hefur sérstakur saksóknari ekki kyrrsett neina fjármuni vegna bankahrunsins? Hann er kominn með 20 starfsmenn.Hann er kominn með Evu Joly sem ráðgjafa en hún er sérfræðingur í efnahagsbrotum.Og hann er koinn með franskan aðstoðarmann Evu Joly.En ekkert gerist.Það er nóg, að sérstakur saksóknari hefji rannsókn á fjármunaflutningum einhvers bankans eða auðkýfings til útlanda. Á grundvelli slíkrar rannsóknar er unnt að haldleggja fjármuni þeirra,sem rannsóknin tekur til.Er ekki kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það hafi aldrei verið ætlunin að handtaka eða yfirheyra einn eða neinn. Að opna öskju Pandóru mun leiða of margt skuggalegt í ljós, í embættiskerfinu og stjórnmálum. En ég er enn að vona.
Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.