Orkulindirnar geta ekki tapast

Grundvallarmisskilningur er að skuldastaða þjóðarinnar geti leitt til þess að orkulindir verði teknar upp í skuld, eða seldar með einhverjum hætti. Þetta segir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, á vefsvæði sínu í kvöld. Til að það geti gerst þarf Alþingi að fella Orkulögin svonefndu úr gildi.

Össur tekur þetta fram vegna erinda Michael Hudson og John Perkins sem m.a. komu fram í Silfri Egils í gærdag. Þar sögðu þeir m.a. að vegna gríðarlegra skulda þjóðarinnar og ofríkis Alþjóðagjaldeyrissjóðsins blasi við að þjóðin muni missa orkuauðlindir sínar í gin erlendra auðhringa.

„Nýju orkulögin koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að selja, eða taka upp í skuld, orkuauðlindir almennings í forsjá hins opinbera. Miðað við lætin sem urðu þegar orkulögin voru samþykkt þótti mér með ólíkindum að upplýstur fjölmiðlamógúll á borð við Egil Helgason skuli ekki hafa bent þeim Perkins og Hudson á þennan grundvallarmisskilningi og vanþekkingu, sem þessi staðhæfing þeirra byggði á,“ segir Össur Skarphéðinsson.(mbl.is)

Hér bendir Össur á mikilvægan punkt,þ.e. að orkulindirnar geta ekki tapast vegna nýju orkulaganna.Nauðsynlegt er að setja í stjórnarskrá að auðlindir þjóðarinnar séu sameign hennar.Það á m.a. við fiskimiðin.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband