Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Enginn forstjóri Mbl.,aðeins útgefandi
Í haus Morgunblaðsins er nú horfið nafn forstjóra en í staðinn er kominn útgefandi.Sá heitir Óskar Magnússon.Leikmenn hefðu haldið,að útgefandi Morgunblaðsins væri félag..Alla vega var það hópur fjárfesta sem keypti blaðið.En í haus Mbl. er útgefandi aðeins einn. Þetta munu áhrif erlendis frá.Þar er algengt að blaðakóngar eru skráðir útgefendur. Íslendingar eru mjög hrifnir af öllu sem útlent er og apa það gjarnan eftir.En ég kann betur við íslensku aðferðina.Hún er sú,að sá sem stjórnar rekstri dagblaðs er forstjóri eða framkvæmdastjóri þess.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.