Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Hvernig sparisjóðirnir voru lagðir í rúst
Jón G.Tómasson fyrrum formaður stjórnar Spron og borgarritari með meiru ritar athyglisverða grein í Mbl. í dag,þar sem hann lýsir því vel hvernig Spron ( og fleiri sparisjóðir) voru lagðir í rúst,.Hann segir,að rekja megi upphafið til frjálshyggjunnar.Menn hafi fengið augastað á peningum í varasjóðum sparisjóðanna.Pétur Blöndal hafi kallað þá fjármuni fé án hirðis.Menn vildu koma þessu fé úr höndum sparisjóðanna í hendur fjármagnseigenda. Jón segir: "Það skyldi gert með því að greiða stofnfjáreigendum margfalt verð fyrir hluti þeirra þótt með því væru þeir að selja eitthvað ,sem þeir höfðu aldrei keypt og aldrei átt,þ.e. hlut í varasjóðnum.Og sumarið 2002 var lagt til atlögu og einskis svifist" Jón lýsir því síðan hvernig þessi fyrsta atlaga að sparisjóðunum mistókst. En gerð var önnur atlaga síðar sem tókst.Dyrnar að varasjóðum sparisjóðanna voru opnaðar og eftir það gátu fjármagnseigendur keypt 300 þús. kr. stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 50 millj. kr.. Þetta var upphafið að endalokunum.
Jón segir,að Jón Steinar Gunnlaugsson nú hæstaréttardómari hafi stýrt aðgerðum gegn sparisjóðunum.Hann sitji nú í æðsta dómstóli landsins.
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er sorgarsaga - glæpasaga, vægast sagt! Guðfaðirinn Pétur Blöndal var mjög ósáttur við að til væri í landinu digrir varasjóðir, þetta var "fé án hirðis" - slíkt var ekki hægt að horfa upp á...
. Nú er til í landinu "hirðir án fé´s..
." Allir þeir sem komu að UPPBYGGINGU Sparisjóða í landinu hljóta að vera upplifa meira en "sjokk - þetta er bara gríðarlegt áfall að sjá ÓREIÐUMENN fá FRÍTT SPILL". Auðvitað blöskrar þjóðinni og fólki eins og t.d. Jón G.Tómasson fyrrum formaður stjórnar Spron og borgarritari sem er yfirburðar karakter í alla staði. Já, margur verður af aurum api, en að vilja "rústa heilu samfélagi - eigin samfélagi" bara til að ná í hundruð milljóna gefur innsýn í "skíta karakter - fólk með skítlegt eðli - siðblint fólk!"
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.