Kvótinn: Útgerðin á ekki rétt á neinum bótum

Mörgum finnst  það róttækt að ríkið innkalli allar veiðiheimildir og spyrja hvað á að gera fyriir útgerðina, ef það verður gert? En ríkið,þjóðin, á allar veiðiheimildirnar. Fiskimiðin,fiskurinn í sjónum, er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Útgerðarmenn hafa haft veiðiheimildirnar að  láni. En þeir hafa farið með þær eins og þeir ættu þær. Þeir hafa selt þær  öðrum og grætt marga milljarða á því braski.Þeir hafa hætt veiðum  eftir að hafa selt veiðiheimildirnar! Þeir hafa meira að segja veðsett veiðiheimildirnar. Eru skuldir útgerðarinnar  nú um 600 milljarðar í ríkisbönkunum. Ríkið á þessar skuldir.Það er með ólíkindunm,að útgerðin skuli bæði hafa selt  veiðiheimildir og veðsett þær. Þetta er svipað og maður hefði íbúð á leigu.Honum væri leyft að framleigja hana en mundi selja hana! Og aðrir,sem hefðu íbúðir á leigu mundu veðsetja þær..Þetta kerfi er komið út í hreinar ógöngur  og það verður að umbylta því strax  eða afnema með öllu.Samfylkingin lagði fyrir kosningar  2003  fram tillögur um fyrningarleið í kvótakerfinu.Samkvæmt .þeim tillögum átti að  fyrna veiðiheimildir útgerðarmanna á  ákveðnu árabili. Tillögurnar voru hugsaðar þannig,að þær mundu milda það fyrir útgerðarmenn að veiðiheimildirnar væru teknar af þeim.Því átti það .að gerast smátt og smátt.Tillögurnar mættu mikilli andstöðu  útgerðarmanna. Spurning er hvort andstaðan hefði verið nokkuð meiri þó lagt hefði verið til,að veiðiheimildirnar yrðu innkallaðar í einu lagi.Það er óvíst. Nú hefur Samfylkingin samþykkt að innkalla veiðiheimildir á 20 árum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband