Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Krónan veiktist um 2,8% í dag!
Gengi krónunnar veiktist um 2,8% í dag og er gengisvísitalan komin í 220 stig. Bandaríkjadalur stendur í 126,70 krónum, evran 168,30 krónum, pundið er í 186,80 krónum, jenið 1,2585 krónur og danska krónan er 22,585 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.(mbl.is)
Það er undarlegt,að þetta skuli gerast þegar nýlega er búið að herða á gjaldeyrishöftum.Seðlabankinn hlýtur að hafa slakað eitthvað á hömlunum,ef til vill vegna yfirfærslu á vöxtum af Jöklabréfum.Það er lítið gagn í ströngum gjaldeyrishöftum ef Jöklabréfin eru alltaf látin veikja krónuna.Ef til vill ættum við að fara að ráðum Hudson,bandaríska hagfræðingsins og ákveða að greiða ekki Jöklabréfin,hvorki vexti né höfuðstól.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.