Miðvikudagur, 8. apríl 2009
íhaldið bað um 30 millj. kr. styrk hjá FL group( Baugi)!
Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk.
Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að FL Group hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Fréttstofan hefur séð gögn sem sýna að 29. desember árið 2006 hafi umrædd fjárhæð verið yfirfærð af reikningi FL Group inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, mun hafa gefið vilyrði fyrir greiðslunni, samkvæmt heimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn haft frumkvæði að því að óska eftir styrknum.
1. janúar 2007, fáeinum dögum eftir millifærsluna, tóku gildi lög um að stjórnmálaflokkum væri óheimilt að taka við hærri fjárstyrkjum en sem næmu 300 þúsund krónum frá einstökum lögaðila.
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn hefði, ekki frekar en aðrir flokkar, verið með opið bókhald fyrir þann tíma. Flokkurinn hyggðist að svo stöddu ekki tjá sig um einstök fjárframlög til flokksins sem áttu sér stað fyrir setningu laganna.
Svo virðist sem þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hafi ekki haft vitneskum um umræddan fjárstyrk. Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofuna ekki hafa vitað um fjárframlag frá FL Group til Sjálfstæðisflokksins og kveðst hafa aftekið með öllu þessa ráðstöfun fjár, hefði hann haft pata af henni. Árni Mathiesen, þingmaður og þáverandi fjármálaráðherra, segist fyrst hafa frétt af málinu í fréttum Stöðvar 2.
Þá segir Sigurður Líndal, lagaprófessor, að ofangreind lög um fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið sett til að tryggja heilbrigða stjórnarhætti. Hvers kyns hagnýting á þeim sé siðferðilega áfmælisverð. Að því gefnu að gögn málsins séu rétt, segir hann jafnframt slæmt fyrir trúðverðugleika stjórnmálaflokks að taka við svo hárri upphæð og frá jafn umdeildu félagi. (mbl.is)
Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins vekur mikla furðu.Flokkurinn hefur vitað,að setja átti lög,sem takmörkuðu styrkveitingar til flokka.Samt tekur flokkurinn við 30 millj. kr. styrk og ekki nóg með það,heldur hafði frumkvæði að honum.Þetta er siðlaust.Það er svo önnur saga,a'ð þarna var íhaldið að leita eftir styrk hjá fyrirtæki,sem Baugur átti mikið í!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.