Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Frumvarp um greiðsluaðlögun tekið fram fyrir stjórnarskrármálið
Umdeilt frumvarp forystmanna allra flokka utan Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnarskránni hefur verið fært til á dagskrá Alþingis. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksformanna og forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um frumvarpið hefur staðið undanfarna daga og sjálfstæðismenn verið sakaðir um málþóf.
Við fögnum því þetta sem skiptir fjölskyldarnar í landinu miklu máli," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Frumvarp allsherjarnefndar um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði var tekið til 2. umræðu og þá er ráðgert að ræða frumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt og hærri vaxtabætur síðar í dag. Af því loknu verður umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið framhaldið. (mbl.is)
Það er gott,að samkomulag náðist um að afgreiða frv. um greiðsluaðlögun í dag.Einnig á að afgreiða í dag frv. um hækkun vaxtabóta en síðan verður frv um stjórnskipun tekið aftur á dagskrá síðar í dag.
Björgvin GHuðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.