Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Ætla að fjölga störfum um 16-18ooo
Vinstri græn ætla að fjölga störfum um 16-18 þúsund. Í nýjum kosningabæklingi eru störfin flokkuð og tilgreint hvernig þau gætu orðið til.
Allt að 4300 störf verði til í ferðaþjónustu og tengdum greinum meðal annars með landkynningu og aukinni vetrarferðamennsku. 500 störf gætu orðið til vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum sem notuð eru í ferðþjónustunni.
Allt að 3800 störf gætu orðið til í framleiðslugreinum. Meðal annars með markaðsátaki og auknum útflutningi á íslenskum hágæðalandbúnaðarafurðum. Stóraukinni innlendri korn- og áburðarframleiðslu, aukinni vinnslu á fiski hér á landi og öflugri smábátaútgerð.. Einnig er talað um að endurreisa fyrirtæki í skipaiðnaði, úrvinnsluiðnaði, ullar- og skinnaiðnaði, húsgagnaframleiðslu og vatnsútflutningi.
Allt að 2100 störf gætu orðið til með nýsköpun og í sprotafyrirtækjum meðal annars með því að styrkja Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð, Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni. Þá eru einnig nefnd störf í gagnavörslu, kísiliðnaði og matvöruframleiðslu með ódýrri orku. Íslensk menning, kvikmyndir og tónlist verði atvinnuskapandi útflutningsgrein.
Allt að 2500 heislsársstörf og 2000 sumarstörf með aðkomu ríkisins. Þar eru mannaflsfrekar framkvæmdir nefndar svo sem viðhaldsframkvæmdir, endurbætur á vegum og efling velferðar og skólakerfisins. Einnig með því að jafna vinnu þannig vinnuvikan styttist en fleira starfsfólk þurfi í staðinn.
Að lokum gætu allt að 4000 afleidd störf orðið til í þjónustu vegna fjölgunar annarra starfa.(ruv.is)
Þetta er metnaðarfull stefnuskrá hjá VG.Vonandi verður unnt að koma henni í framkvæmd.Ef núverandi stjórn heldur velli í kosningunum verður það brýnasta verkefnið,að tryggja öllum vinnu.
Björgvin Guðmundsson
f
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.