Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Náttúruauðlindir verði þjóðareign
Í frumvarpi að breyttri stjórnarskrá,sem nú er til umræðu á alþingi segir svo í 1.grein:" Náttúruauðlindir,sem ekki eru háðar einkaeignarrétti,eru þjóðareign". Þessu er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast á móti. Flokknum er svo mikið í mun ao hindra það,að þetta ákvæði fari í stjórnarskrá að flokkurinn heldur uppi stöðugu málþófi og setur þingið í uppnám.
Framangreint ákvæði þýðir að það er sett í stjórnarskrá,að auðlindir sjávar,fiskimiðin,kvótarnir séu sameign þjóðarinnar,þjóðareign.Er Sjálfstæðisflokkurinn ef til vill að hindra að það fari í stjórnarskrá.Mörg ríki Evrópu hafa sett svipuð ákvæði í stjórnarskrá.Það er mjög mikilvægt,að við gerum það einnig.Með því tryggjum við yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum okkar t.d. ef við göngum í ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.