Samfylkingin stærst í sv-kjördæmi

Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Ef úrslit kosninganna 25. apríl verða í samræmi við könnunina verða talsverðar breytingar á þingliði Suðvesturkjördæmis. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töpuðu manni og Samfylking og Vinstri-græn bættu við sig einu þingsæti hvor flokkur.

Samfylking fær stuðning 32,2% aðspurðra og bætir við sig 3,8 prósentustigum. Hafði 28,4% í kosningunum 2007. Samfylkingin fengi samkvæmt þessu fjóra þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur, nýtur nú fylgis 31,4%, fellur um 11,2 prósentustig. Hann fengi einnig fjóra þingmenn.

Vinstri-græn eru hástökkvarar könnunarinnar; bæta við sig 11 og hálfu prósentustigi og fengju 23,1% og tvo þingmenn, bættu við sig einum.

Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig fylgi frá kosningunum, fengi nú 7,7%; hálfu prósentustigi meira en 2007. Engu að síður tapaði flokkurinn eina þingmanni sínum í Suðvesturkjördæmi.

Borgarahreyfingin fær fylgi 2,7 prósenta í könnuninni, Frjálslyndir fá 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,3%.

Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð út frá niðurstöðum þessarar könnunar. Síðastur inn er fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Næstur inn væri þriðji maður Vinstri-grænna og afar skammt á eftir er fyrsti maður Framsóknar. Því þarf fylgi að breytast mjög lítið til að það hafi áhrif á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna hjá flokkunum.(ruv.is)

Þetta eru góðar fréttir.Samfylking og VG sækja fram.Íhaldiö tapar.Vonandi verða úrslit kosninganna á þann veg.

 

Björgvin Guðmundsson

 

f

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband