Fimmtudagur, 9. apríl 2009
33,4% mundu kjósa Samfylkingu
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins, ef marka má könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, sem kynnt var í fréttum Stöðvar 2. 33,4% sögðust kjósa flokkinn ef kosið væri í dag. 28,2% myndu kjósa Vinstri græn, 25% Sjálfstæðisflokk og 10% Framsóknarflokkinn.
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna fengi Samfylkingin 22 menn á þing, VG fengi 19, Sjálfstæðisflokkur 16 og Framsóknarflokkur næði 6 mönnum á Alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.