Samson stefnt vegna 5 milljarða skuldar við Kaupþing.Vegna kaupa Landsbankans

 Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans, og Björgólfi Thor Björgólfssyni, syni hans, hefur verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar upp á fimm milljarða króna við Nýja Kaupþing. Skuldin er til komin vegna kaupa Samsonar, eignarhaldsfélags þeirra feðga, á Landsbankanum fyrir sjö árum.

Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og því verður gengið að eignum þeirra sjálfra fáist ekki upp í kröfuna. Standi annar ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að feðgunum hafi verið send stefna um miðjan mars, eða fyrir um þremur vikum Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, segir bankann ekki tjá sig um einstök mál.

Skuldin varð upphaflega til í tengslum við kaup Björgólfsfeðga á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum í október 2002. Kaupverðið nam rúmum ellefu milljörðum króna. Ekki er ljóst hve stór hluti skuldarinnar er höfuðstóll og hve vextir eru háir. Líkt og áður segir er skuldin í dag rúmir fimm milljarðar króna.

Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðsins allt frá því Samson tryggði sér kjölfestuhlutinn og þar til ríkið tók hann til sín á ný. Við ríkisvæðinguna átti félagið tæpan 42 prósenta hlut í bankanum.

Ljóst þykir að Björgólfur Guðmundsson á ekki eignir til að standa undir ábyrgðinni. Björgólfur Thor á eignir erlendis auk þess að vera stærsti hluthafi í Actavis hér á landi. Ljóst er hins vegar að krafan mun ekki verða greidd auðveldlega upp. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa viðræður átt sér stað um uppgjör skuldarinnar en engu skilað.

Samson eignarhaldsfélag er skráð hér og því heyrir skuldin við félagið undir Nýja Kaupþing en ekki skilanefnd gamla bankans. Það var íslenskt innheimtufyrirtæki sem stefndi feðgunum.

Feðgarnir skulda því íslenska ríkinu fimm milljarða króna vegna bankakaupanna árið 2002, þrátt fyrir að bankinn hafi verið greiddur að fullu á sínum tíma.(visir.is)

Það er furðulegt  að Samson skuli hafa tekið tæpan helming kaupverðs Landsbankans að láni  hjá Kaupþiungi og enn furðulegra,að þessi skuld skuli enn ógreidd. 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband