Sveik Sjálfstæðisflokkurinn samkomulagið við hina flokkana um styrkveitingar frá fyrirtækjum?

Það er mjög ámælisvert,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi taka við 3o millj. kr. styrk frá Fl.Group nokkrum dögum áður en ný lög um takmörkun á styrkjum til stjórnmálaflokka,tóku gildi.Um svipað leyti tók flokkurinn við 25 millj. kr,. styrk frá Landsbankanum.Steingrímur J. Sigfússon formaður VG telur þetta svik við það samkomulag sem gert var milli flokkanna um styrkveitingar til þeirra frá fyrirtækjum.Vegna hinna nýju laga var styrkur alþingis til flokkanna stórhækkaður og því er það siðlaust að á sama tíma skuli Sjálfstæðisflokkurinn leita eftir háum styrkjum frá fyrirtækjum,mikið hærri en nýju lögin heimiluðu.Fram hefur komið,að Guðlaugur Þór fyrrverandi formaður stjórnar Orkuveitunnar,borgarfulltrúi og þingmaður, talaði við  Sigurjón Þ.Árnason um styrk frá bankanum til Sjálfstæðisflokksins. Samt segist Geir H.Haarde fyrrverandi  formaður flokksins einn bera ábyrgð á hinum háu  styrkjum,sem flokkurinn fékk í árslok 2006. Það stenst ekki.Guðlaugur Þór var með í ráðum,svo og framkvæmdastjóri flokksins og áreiðanlega fleiri.

Það hefur oft vakið athygli hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað auglýst mikið í sjónvarpi fyrir kosningar.Hér er að hluta til komin skýring á því. Framsókn hefur einnig oft haft óeðlilega mikið fjármagn handa á milli til auglýsinga fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband