Samfylkingin vill sátt við útgerðina

Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú ákaft að gera tillögur Samfylkingar um uppstokkun kvótakerfisins tortryggilegar. Þó hafa málsmetandi sjálfstæðismenn eins og Sturla Böðvarsson talað um nauðsyn þess að stokka upp kvótakerfið. Samfylkingin vill innkalla kvótana á 20 árum,þ.e. 5% á ári og láta kvótana renna í auðlindasjóð sem síðan leigir kvótana út aftur.Sjálfstæðisflokkurinn segir að þetta muni setja útgerðina á hausinn.Þetta er hræðsluáróður. Samfylkingin vill ná sátt við útgerðina um uppstokkun kvótakerfisins. Það þýðir að Samfylkingin vill setjast niður með útgerðarmönnum og leita leiða,sem báðir aðilar geta sætt sig við en lokatakmarkið er fyrning eða innköllun veiðiheimilda. Gamla kerfið hefur valdið miklu braski og skuldsetningu hjá útgerðinni.Útgerðin skuldar 500 milljarða í ríkisbönkunum.Ef bankarnir ganga að útgerðinni er hún gjaldþrota nú þegar.Samfylkingin vill ganga til móts við útgerðina og skera hana niður úr snörunni.En braskið og óhófleg skuldsetning verður að hætta.

 

Björgvin Guðmundssion


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband