Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Styrmir enn að "agitera" fyrir samstarfi íhalds við VG
Styrmir Gunnarsson fyrrv, ritstjóri Mbl. skrifar mikla grein um pólitík á Eyjuna.Það sem vakti athygli mína við greinina er það,að hann er enn að reka áróður fyrir samstarfi íhaldsins við Vinstri græna.Það er eins og maður sé að lesa gamla Moggagrein Styrmis um það efni .þegar maður les netpistilinn.Styrmir hælir Steingrími J. mikið sem foringja og þjóðarleiðtoga og spáir því,að Steingrímur verði forsætisráðherra eftir kosningar.Hann segir,að Framsókn muni fremur samþykkja Steingrím en Jóhönnu,gefur sér,að núverandi stjórn þurfi að taka Framsókn inn.Steingrímur J.á hólið skilið en ekki hefi ég trú á því,að hann verði forsætisráðherra.Allt bendir til þess að Samfylkingin verði stærsti flokkurinn eftir kosningar og stjórnarflokkarnir fái meirihluta.En Styrmir lifir í draumaheimi. Hann er ekki enn búinn að sætta sig við það að Ingibjörg Sólrún skyldi fella íhaldið í Reykjavík og hann var algerlega andvígur stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ætli hann sé enn á móti Ingibjörgu Sólrúnu þó hún sé hætt í pólitík.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.