Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Er engin kreppa?
Í vikunni var skýrt frá því i fjölmiðlum að uppselt væri í allar páskaferðir til útlanda og miklar bókanir í sumarferðir til sólarlanda.Forstjóri Iceland Express var mjög bjartsýnn á bókanir og lét vel af ástandinu þrátt fyrir kreppu. Ég var hálfhissa að heyra þessar fréttir.Hvernig má það vera,að þegar 18000 manns eru búnir að missa atvinnuna,allt verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi á nauðsynjum og öllum innfluttum vörum,íbúðalán hafa stórhækkað vegna verðtryggingar og gengislækkunar að þá skuli vera jafnmikið um bókanir í skemmtiferðir til útlanda eins og áður en kreppan skall á.Ég ætla að vona, að fólk sé ekki að skuldsetja sig vegna utanferða eins og áður var gert.Ég vona,að Íslendingar séu hættir að eyða um efni fram og ruglinu sé lokið.Menn eru misjafnlega vel settir og vonandi er sá hópur sem nú geysist til útlanda um páskana í góðum málum.Ef fólk hefur ráð á skemmtiferðum til útlanda þá er það gott og flugfélög og ferðaskrifstofur geta þá fremur haldið uppi fullri starfsemi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.