Samfylking með 32,6% hjá Gallup

Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka með 32,6 prósent samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Samfylkingin bætir við sig 3,2 prósentustigum frá síðustu könnun Capacent í lok mars.

Vinstri grænir mælast með 26 prósent sem er 1,7 prósentum minna en í síðustu könnun.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,7 prósent, Framsókn með 9,8 og Frjálslyndi flokkurinn með 1,1 prósent.

Borgarahreyfingin bætir við sig 0,6 prósentum frá síðustu könnun og mælist nú með 3,6 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 17 þingmenn samkvæmt þessari könnun og tapaði átta þingmönnum frá síðustu kosningum.

Stjórnarflokkarnir fengju samanlagt 40 þingmenn, ef þetta yrðu úrslit kosninga. (rus.is)

Könnun Gallups og Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru mjög svipaðar enda þótt Samfylkingin hafi örlítið meira fylgi í könnun Stöðvar 2 en í könnun Gallups.Í stórum dráttum eru kannanirnar samhljóða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband