Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Endurskoðun á lögum um almannatryggingar að ljúka
Endurskoðun á lögum um almannatryggingar mun nú um það bil lokið.Nefndin,sem vinnur að endurskoðuninni átti að skila áliti 1.nóv. sl. en það hefur dregist mánuðum saman að nefndin skilaði áliti og fyrst nú er verkinu að ljúka.Ætlun nefndarinnar mun sú að skila fyrst umræðutillögum.Eðlilegra hefði verið að nefndin skilaði öllu áliti sínu.Þegar slík nefnd sem þessi vinnur að endurskoðun umfangsmikilla laga á almenningur rétt á því að sjá allt álit nefndarinnar og tillögur. Það er kominn tími til að hætta öllu pukri.Fróðlegt verður að sjá hvað nefndin leggur til. Sjálfsagt mun hún leggja til einföldun á almannatryggingakerfinu.Í dag er það alltof flókið.Draga þarf enn úr tekjutengingum og þá helst að setja rúmt frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,t.d. 100 þús. kr. á mánuði og jafnhátt frítekjumark fyrir fjármagnstekjur. Einnig þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja stórlega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.