Föstudagur, 10. apríl 2009
Landsbankinn styrkti Samfylkinguna um 5 millj. kr. 2006
Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Samfylkinguna um samtals þrettán milljónir á árinu 2006 eftir því heimildir Vísis herma.
Landsbankinn var ásamt Kaupþingi stærsti styrktaraðili Samfylkingarinnar en bankanrir greiddu flokknum hvor um sig tæpar fimm milljónir á árinu 2006. Landsbankinn greiddi eins og frægt er orðið Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir á sama ári. Glitnir styrkti Samfylkinguna um þrjár milljónir.(visir.is)
Það er gott að það sé búið að upplýsa um þessa styrki til Samfylkingarinnar 2006. Sem sjá má eru þeir apðeins brot af því sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk eða 1/5.Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt,að hún vilji birta yfirlit yfir alla styrki,sem Samfylkingin fékk 2006 en áður þarf að fá samþykki styrkveitenda fyrir þeirri upplýsingagjöf,þar eð þetta var bundið trúnaði.Í dag er þetta allt uppi á boirðinu og þannig á það að vera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.