Föstudagur, 10. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt alla styrki til sín frá fyrirtækjum yfir 1 millj. árið 2006
Sjálfstæðismenn birtu í dag á heimasíðu sinni lista yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn um meira en eina milljón á árinu 2006. Um er að ræða átta fyrirtæki sem greiddu samtals rétt tæpa 81 milljón í styrki.
Athygli vekur að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með tveimur framlögum, fyrst fimm milljóna króna framlagi og síðan risastyrknum upp á 25 milljónir.
Þessi fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn um meira en milljón árið 2006
FL Group 30 milljónir
Landsbankinn 30 milljónir (tvö framlög - 5 og 25 milljónir)
Glitnir 5 milljónir
KB Banki 4 milljónir
Exista 3 milljónir
MP-Fjarfestingabanki 2,5 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir (vísir.is)Það er ágætt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi birt yfirlit yfir þessa styrki.Það hrerisar andrúmsloftið.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.