Föstudagur, 10. apríl 2009
Voru styrktaraðilar að tryggja sér orkuréttindi?
Það vekur athygli,að FL Group og Landsbankinn voru að veita Sjálfstæðisflokknum stóra styrki ( 30 millj. hvor aðili) einmitt þegar á dagskrá var að FL Group og Landsbankinn mundu hasla sér völl í orkugeiranum.Fl Group ( Hannes Smárason) var aðili að Geysir Green Energy,sem var að reyna að sölsa algerlega undir sig Hitaveitu Suðurnesja. Áhuginn á orkuréttindum og orkuútrás teygði anga sína inn í Orkuveitu Reykjavíkur og það var rætt um að sameina orkuútrásarfyrirtæki Reykjavíkur (REI) og Geysis Green Energy.Það er áreiðanlega engin tilviljun,að FL Grpup og Landsbankinn veittu Sjálfstæðisflokknum þetta stóra styrki,sem aldrei hafa þekkst hér áður. Þessir aðilar hafa áreiðanlegas ætlast til þess að þeir fengju einhverja fyrirgreiðslu í staðinn. Hér hefur verið á ferðinni spillingarmál og það þarf að upplýsa það til fulls.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.