Á Golgata

Í biblíunni stendur: Þeir tóku þá við Jesú og báru hann til  svokallaðs Hauskúpustaðar,sem nefnist á Hebresku Golgata.Þar krossfestu þeir hann og  með honum tvo aðra,sinn til hvorrar handar,en  Jesúm í miðið. Þetta var á föstudaginn langa.

Kristnir menn minnast þessa í dag og í hönd fer upprisuhátíðin ,páskarnir.

Fyrir 35 árum átti eg þess kost að fara til Ísraels og  ferðast um landið.Var ég  í Jerusalem á föstudaginn landa og gekk þann dag upp á Golgata. leiðina,sem Jesú gekk með krossinn. Mikill fjöldi fólks gekk upp á Golgata  þennan dag og slóst ég í för með þeim.Margir báru krossa.Þarna voru margir ólíkir trúflokkar. Þetta var mjög tilkomumikið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband