Föstudagur, 10. apríl 2009
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir af sér vegna styrkjamálsins
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. (´visir.is)
Mér segir svo hugur,að ekki séu öll kurl kominn til grafar enn. Áreiðanlega eiga einhverjir fleiri eftir að segja af´ sér áður en yfir lýkur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tel að Andri sé notaður í þessu máli, auðvitað er til heiðvirt fólk í Sjálfstæðisflokknum annars væri mikill hluti þjóðarinnar óheiðvirt. Og því vil ég ekki trúa.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.4.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.