Óánægja í Sjálfstæðisflokknum með styrkjamálið

Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst hálf sex í kvöld, lauk fyrir skemmstu. Á fundinum var rætt um styrkveitingar FL Group og Landsbankans og upp á samtals 55 milljónir og hvernig staðið var að þeim.

Fundinn sátu allir þingmenn flokksins sem voru í bænum. Engar ákvarðanir voru teknar á þeim fundi, en þingmenn flokksins samþykktu að framhald málsins yrði í höndum formanns flokksins.

Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að enn væri verið að fara yfir atburðarásina í málinu og vildi að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það voru sem óskuðu eftir styrkveitingunni á sínum tíma. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrr í kvöld upplýsti Bjarni að hann vissi hverjir það væru og tók fram að hann myndi upplýsa um það síðar. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er óánægja innan þingmannahópsins með að málið skuli enn ekki hafa verið til lykta leitt. Þingmenn eru hins vegar ánægðir með þau skref sem stigin hafa verið í því að opna bókhald flokksins og gefa upplýsingar um fjármálin hjá flokknum.  „Menn eru þeirrar skoðunar að best sé að þessi mál séu öll uppi á borðinu,“ segir einn þingmaður.(mbl.is)

Þetta mál getur reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt í þingkosningunum. Flokkurinn ber mesta ábyrgð á bankahruninu og hefur nægilega þungar byrðar að bera vegna þess. En nú bætist þetta við,sem virðist vera spillingarmál.Það er ekki komið í ljós hvaða stjórnmálamenn báðu um styrkina frá FL Group og Landsbania.Það verður að upplýsa það svo og hverjir vissu um styrkinga aðrir en Geir H,Haarde.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband