Laugardagur, 11. apríl 2009
Á að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka?
Umræðan um risastyrkina,sem Fl Group og Landsbanki veittu Sjálfstæðisflokknum 2006 leiðir hugann að því hvort banna eigi stjórnmálaflokkunum alfarið að taka við styrkjum frá fyrirtækjum ( lögaðilum).Sú hætta er vissulega fyrir hendi,að fyrirtæki séu að styrkja flokkana til þess að hafa áhrif á stefnu þeirra,þ.e. til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir styrkina. Að vísu varð mikil framför,þegar það var lögfest að styrkir frá fyrirtækjum mættu ekki vera hærri en 300 þús frá hverju fyrirtæki..En mér finnst koma til álita að banna slíka styrki alfarið. Eftir sem áður gætu einstaklingar þá styrkt stjórnmálaflokka.En slíkir styrkir væru þá háðir hámarki og það yrði að birta yfirlit yfir þá hverju sinni, að mínu mati fyrir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.