Sjálfstæðisflokkurinn tók við styrk frá fyrirtæki,sem Baugur á stóran hlut í!

Sjálfstæðisflokkurinn eða vissir fulltrúar hans hafa verið að gera því skóna í mörg ár,að Samfylkingin styddi Baug og nyti jafnvel fjárhagslegrar fyrirgreiðslu þaðan.Þetta hefur verið stanslaus áróður síðan Davíð hélt því fram,að Fréttablaðið (eign Baugs) styddi Samfylkinguna.En þetta var allt tilbúningur hjá íhaldinu enda eru eigendur Baugs íhaldsmenn. En nú kemur í ljós,að Sjálfstæðisflokkurinn þáði styrk frá fyrirtæki sem Baugur á stóran hlut í,þ.e. frá Fl Group.Þetta var 2006.Þetta voru hvorki meira né minna en 30 millj. kr. Mbl. hefur skrifað marga leiðara um að stjórnmálaflokkar ættu ekki að þiggja stuðning stórfyrirtækja og íhaldið hefur tekið undir þennan áróður en á sama tíma var íhaldið að biðja um fjárstuðning frá Fl Group og raunar frá Landsbankanum líka!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband