Lækka þarf skatt af lífeyri úr lífeyrissjóðum

Samfylkingin hefur ályktað að lækka þurfi skatt af lífeyri  úr lífeyrissjóðum.Þetta er mjög brýnt hagsmnunamál eldri borgara.Það er alger óhæfa að skattleggja lífeyri til aldraðra á sama hátt og atvinnutekjur.Eðlilegra væri að skattleggja lífeyrinn eins og fjármagnstekjur.Mikið af því fjármagni,sem safnast upp í lífeyrissjóðunum eru einmitt fjármagnstekjur.

Samfylkingin hefur gagnrýnt skattastefnu undanfarinna ára og áratuga en hún hefur erinkennst af því að lækka skatta af háum tekjum ( afnám hátekjuskatts) og hækka  skatta af lágum tekjum. Þessu vill Samfylkingin snúa við.Hefur Jóhanna Sigurðardóttir einmitt lagt áherslu á þetta atriði.Þó gott sé að hafa skattakerfið sem einfaldast er að mínu mati í lagi að hafa sérstakan hátekjhuskatt og lágt skattþrep fyrir þá lægst launuðu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband