Aðdáunarverð barátta Ómars Ragnarssonar

Ómar Ragnarsson er á Sprengisandi núna,gestur Sigurjóns Egilssonar.Á meðan ég rakaði mig hlustaði ég á Ómar segja frá baráttu sinni,þegar hann var að undirbúa kvikmynd sína um Kárahnjúkavirkjun.Hann gekk fyrirtæki úr fyrirtæki en kom alls staðar að lokuðum dyrum.Ekkert fyrirtæki vildi styrkja hann. En hann gafst ekki upp og lauk við kvikmyndina. Ómar sagði,að hann hefði fórnað öllum eignum sinum fyrir málstaðinn.Hann væri nú eignalaus og byggi í 70 fermetra íbúð í blokkÞetta er aðdáunarvert.Hvað margir Íslendingar væru tilbúnir til þess í dag að leggja svona mikið á sig fyrir hugsjón sína,fyrir málstað sinn. Ég held,að þeir væru ekki margir.

Ég tek ofan fyrir Ómari .

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég er alveg sammála þessu... Ómar er einn af fáum Íslendingum sem hægt er að kalla hugsjónamann... hann hefur sagt okkur almenningi í tali og með myndum frá hálendinu og frá þeim svæðum sem verið er að skemma eða fyrirhugað er að skemma á landinu okkar... hann sér þá gríðarlegu möguleika sem landið á í framtíðinni og hvað það á að fórna miklum auðæfum á altari græðginnar... Ómar upplýsir og fræðir okkur og segir okkur hluti sem við hefðum annars aldrei fengið að vita af...

Ómar er í sérflokki.

Brattur, 12.4.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband