Sunnudagur, 12. apríl 2009
Vinntími er að styttast vegna kreppunnar
Vinnutími launþega á Íslandi hefur styst mikið eftir að kreppan skall á. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands er meðalvinnuvikan 39,3 tímar, en þetta er lægsta tala sem sést hefur síðan Hagstofan fór að birta reglulegar tölur um vinnutíma árið 1991.
Á fjórða ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 39,3 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 43,8 klst. hjá körlum en 34,2 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 45 klst. Undanfarin ár hefur vinnuvika þeirra sem unnið hafa fulla vinnu verið á bilinu 47-48 tímar.
Því hefur löngum verið haldið fram að Íslendingar séu í hópi þjóða sem vinni lengstan vinnudag. (mbl.is)
Árið 1990 flutti ég á alþingi svofellda tillögu til þingsályktunar:Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma í landinu án skerðingar tekna.Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.
Ég var þá varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn.Félagsmálaráðherra var Jóhanna Sigurðardóttir.
Á þessum tíma var vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki 52,7 stundir á viku.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.