Gunnar Helgi telur styrkjamálinu ekki lokið

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, hafnar því að deilunni um háa styrki FL-Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins sé lokið. Kjósendur hljóti að vilja vita hvort styrkurinn tengist þeim ákvörðunum sem teknar voru um REI næstu mánuði á eftir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að með yfirlýsingu Þorsteins Jónssonar og Steinþórs Gunnarssonar hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert hreint fyrir sínum dyrum. Þá taldi hann að sátt væri um málalokin. Gunnar Helgi er ekki sammála því að málinu sé lokið. Hópur stjórnmálamanna hafi aflað fjár fyrir Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum áður en lög um fjármál flokkanna tóku gildi. Sami hópurinn, að hluta til, kom síðan næstu mánuði að stefnumótun á vegum orkuveitunnar sem varðaði hagsmuni FL-Group. (ruv..is)

´Ég tek undir með Helga.Það þarf vissulega að rannsaka hvort styrkveitingarnar tengdust orkumálunum,orkuréttindum,hvort þær höfðu áhrif  á Rei málið.Það liggur fyrir,að Fl Group reyndi að hafa áhrif á Rei málið og nú hefur verið upplýst,að sá sem hafði milligöngu um að útvega styrkinn frá Fl Group var starfsmaður þess félags.Hann var beggja megin við borðið,í Sjálfstæðisflokknum og starfsmaður Fl Group. Hið sama er að segja um þann sem aflaði styrks frá Landsbanka.Hann var sjálfstæðismaður en starfsmaður Landsbanka. Voru þessi menn að vinna á vegum Guðlaugs Þórs sem var formaður stjórnar Orkuveitunnar?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband