Mánudagur, 13. apríl 2009
Dagur:Minnihlutinn kom í veg fyrir sameiningu REI og GGE og hindraði einkavæðingu OR að hluta til
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, furðar sig á ummælum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir samruna orkufyrirtækjanna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy.
Sjálfstæðismenn hafi ekki bara haft frumkvæðið að stofnun REI heldur leitt samningsgerðina um samrunan við Geysir Green og gætt þess vandlega að leyna efnisatriðum samningsins fyrir minnihlutanum. Síðan þegar flett hafði verið ofan af málinu hafi Sjálfstæðismenn ekki viljað stöðva samrunan heldur selja REI og samninginn; einkavæða hjarta Orkuveitunnar, þekkingarhlutann, með 20 ára einkaréttarsamningi inniföldum. Þetta hafi minnihlutinn stöðvað ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Þess vegna hafi sá meirihluti sprungið. Eitt af fyrstu verkum 100 daga meirihlutans hafi verið að vinda ofna af þessum samruna og koma í veg fyrir að Orkuveitan yrði að hluta einkavædd. Það sé því fjarri lagi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stöðvað málið. Hann hafi þvert á móti ætlað að leiða borgina úr öskunni í eldinn í þessu máli.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill í tengslum við þetta undirstrika að sex af sjö borgarfulltrúum flokksins hafi frá upphafi verið á móti samruna REI og Geysis Green Energy. Báðir fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar hafi hins vegar greitt atkvæði með samrunanum í október 2007 en fulltrúi VG setið hjá. (ruv.is)
Ekki er að vita hvernig farið hefði ef minnihluti borgarstjórnar hefði ekki hindrað samrunann. Meirihluti íhaldsins ætlaði að veita einkaaðilum 20 ára einkaréttarsamning á orkuútrás og þekkingu Orkuveitunnar.Líklegt er að 30 millj. kr styrkurinn til íhaldsins hafi átt að tryggja Fl Group þessi orkuréttindi og greiða fyrir sameiningu við Geysir Green Energy.Gunnar Helgi telur líklegt,að hér hafi verið um mútur að ræða.
Björgvin Guðmundssion
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.