Það er ekki unnt að treysta Sjálfstæðisflokknum

Risastyrkirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við frá Fl Group og Landsbanka,30 millj. kr. frá hvorum aðila, leiða í ljós,að ekki er unnt að treysta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur orðið uppvís að alvarlegum dómgreindarbresti og óheiðarleika.Það er óheiðarlegt að standa að lögum um að banna háa styrki til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum en vera á sama tíma að afla risastyrkja frá fyrirtækjum.Steingrímur J.Sigfússon   telur þetta athæfi svik við það samkomulag sem allir stjórnarmálaflokkar á alþingi gerðu um að stöðva háa styrki til stjórnmálaflokka og hækka í staðinn styrk alþingis til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá hvort tveggja og tók það.

Kjósendur geta ekki treyst Sjálfstæðisflokknum eftir þetta.Áður hafði fjármálakerfið hrunið vegna frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdar flokksins á henni.Einkavæðing bankanna átti stærsta þáttinn í hruninu en einnig það hugarfar frjálshyggjunnar að allt ætti að vera frjálst og ekki mætti hafa mikið eftirlit.Þess vegna horfðu eftirlitsaðilar á það með lokuð augun að bankarnir steyptu sér í skuldafen erlendis og settu sig í þrot.Eftirlitsaðilar hjálpuðu til við útþensluna fremur en að halda aftur af henni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband