Svandís: Styrkurinn líklega mútugreiðsla

Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að FL Group tók þátt í samningagerð Orkuveitur Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest um 20 ára einkarétt REI á öllum eignum Orkuveitur Reykjavíkur.

Svandís Svavarsdóttir sem þá sat í stjórn fyrir VG segir að þessi styrkur FL Group setji þessi mál í nýtt ljós.

„Við sáum strax að þarna var eitthvað óeðlilegt en á þeim tíma lá sú staðreynd ekki fyrir að FL Group hafði þá þegar afhent Sjálfstæðisflokknum mjög verulegar upphæðir. Það hlýtur að setja þessi óeðlilegu afskipti FL Group á milli REI og Orkuveitunnar áður en samruninn átti sér stað í algjörlega nýtt ljós," sagði Svandís.

Aðspurð hvort hún ætti við mútur sagði Svandís að þetta vekji spurningar um slíkt.

Við þetta má bæta að Svandís skorar á Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að upplýsa um framlög sem þeir fengu í prófkjörum fyrir kosningarnar 2006 og 2007. (visir.is)

Það er eðlileg krafa,að þeir Guðlaugur Þór og Vilhjálmur birti yfirlit yfir þá  styrki,sem þeir fengu 2006. Nú er það almenn krafa,að allir styrkir séu uppi á borðinu. Guðlaugur Þór þarf að gera hrein fyriur sínum dyrum.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband