Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Ábyrgðarsjóður launa greiðir 1800 millj. kr. í ár
Björgvin segir sjóðinn vera nokkurn veginn á áætlun með greiðslur og stöðugt streymi krafna sé til sjóðsins.
Þetta eru þær kröfur á fyrsta ársfjórðungi sem eru tilbúnar og eru að mestu leyti afgreiddar hjá okkur, segir hann. Hann segir að jafnframt því sem aukning hafi orðið milli 2008-2009 hafi orðið talsverð aukning frá árunum 2006 og 2007. Á árinu 2006 voru greiddar um 434 milljónir, 2007 var upphæðin 516 milljónir og 915 milljónir árið 2008.
Sjóðurinn greiðir út þær kröfur sem afgreiddar eru frá honum, þrátt fyrir að eiga ekki fyrir skuldbindingunum. Björgvin segir að áætlað sé að sjóðurinn skuldi nú þegar ríkissjóði 8-900 milljónir króna miðað við árslok 2008. Ábyrgðargjald verður áfram 0,1%. Hann segir kröfur berast frá lögmannsstofum jafnt og þétt alla mánuði. Ábyrgðin er fyrir hendi þó að við séum í skuld við ríkissjóð. Það er svo spurning hvernig þetta verður í lok þessa árs, segir hann.
Jafnvel er gert ráð fyrir minni tekjum fyrir árið 2009 vegna fjölda gjaldþrota í landinu, að sögn Björgvins.(mbl.is)
Útgreiðslur sjóðsins endurspegla fjölda gjaldþrota fyrirtækja en sjóðurinn greiðir vangreidd laun starfsmanna gjaldþrota fyritækja. 1800 millj. kr. útgjöld sjóðsins á þessu ári er há upphæð.
Björgvin Guðmundssion
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.