Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Lánasjóðurinn fær 600 millj. kr. í viðbót
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag, að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til að mæta þörfum þeirra námsmanna, sem ella hefðu séð fram á atvinnuleysi í sumar.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, mun í dag ræða við forsvarsmenn Háskóla Íslands um hvernig hægt verður að koma á sumarnámi en krafa námsmanna hefur verið að boðið verði upp á sumarannir við skólann. (mbl.is)
Það er gott,að ríkið komi til móts við námsmenn,bæði með eflingu Lánasjóðs og einnig þyrfti að gefa kost á sumarnámskeiðum fyrir studenta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.