Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Stjórnlagaþing ekki afgreitt fyrir kosningar
Þótt stjórnlagaþingið hafi verið slegið af, í bili a.m.k., er ekki þar með sagt að umræðum á Alþingi um stjórnarskránna sé lokið. Ákvæðið um stjórnlagaþingið var aðeins ein af fjórum stjórnarskárbreytingum sem ríkisstjórnin með fulltingi Framsóknarflokksins hugðist gera. Málið er enn á dagskrá.
Hinar breytingatillögurnar þrjár varða yfirráð yfir auðlindum, almennar kosningar um stjórnarskrárbreytingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, var einungis ákveðið að fresta umræðu um stjórnarskrármálið og er það enn á dagskrá þingsins. Hugsanlegt er að umræðum um það verði haldið áfram seint í kvöld og fram á nótt. Nú er hlé á umræðum á Alþingi til 21:15 eða á meðan borgarafundur fer fram í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. (mbl.is)
það er slæmt að stjórnlagaþing skyldi slegið af í bili.Málþóf sjálfstæðismanna hefur frestað málinu fram yfir kosningar.En ennþá er íhaldið að berjast gegn öðrum breytingum á stjórnarskránni.Vonandi kemst það ekki upp með að drepa þær breytingar einnig.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.