Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Könnun Fréttablaðsins: Samfylking með 32 %
Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 27% fylgi í skoðanakönnun sem Fréttblaðið gerði í gær. Samfylkingin er sem fyrr með mest fylgi, rúm 32%, Vinstri græn með tæp 26%.
Framsókn er með tæp 7% en Borgarahreyfingin mælist með rétt tæplega 5% fylgi. Innan við 1% segist styðja Frjálslynda flokkinn. Tæp 15% í úrtakinu sögðust ekki ætla að kjósa, rúm 12% voru óákveðin og tæp 8% neituðu að svara. Ef þetta yrði niðurstaðan fengju núverandi stjórnarflokkar 40 þingmenn af 63.( ruv.is)
Ætla hefði mátt miðað við könnun um fylgi flokka í Rvk norður að fylgið væri að hynja af Sjálfstæðisflokknum vegna styrkjamálsins.En það ert ekki staðfest í könnun Fréttablaðsins. Þar eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins frá næstu könnun á undan.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.