Hvers vegna er tekið með vettlingatökum á bönkum og eigendum bankanna?

Almenningur hefur undrast hvers vegna yfirvöld hafa tekið með vettlingatökum á bönkunum og eigendum og stjórnendum bankanna,sem settu fjármálakerfið á hausinn.Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum gerðu ekki neitt. Stjórnvöld gerðu ekkert. Hvers vegna? Var það vegna þess að bankarnir styrktu stjórnmálaflokkana með stórum fjárframlögum?Upplýst hefur verið að  Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með 30 millj. kr. framlagi 2006.Þetta er hærra framlag en nokkru sinni hefur heyrst um áður. En ekkert hefur verið upplýst um það hvað Sjálfstæðiflokkurinn fékk frá bönkunum árin á undan eða frá einkavæðingu bsnkanna. Búast má  við að Landsbankinn hafi farið að styrkja Sjálfstæðisflokkinn strax eftir einkavæðingu hans enda fengu eigendur bankans hann afhentan fyrir slikk og voru valdir af því þeir voru góðir Sjálfstæðismenn.Aðrir flokkar hafa einnig fengið styrki frá bönkunum og er alveg ljóst,að styrkveitingar bankanna til stjórnmálaflokkanna hafa dregið úr þeim tennurnar og slævt eftirlit þeirra með bönkunum.Bankarnir voru eins og ríki í ríkinu.Þeim leyfðist allt og þeir gerðu allt sem þeim sýndist.Eftir hrunið er tekið á bönkunum og fyrrum eigendum þeirra með silkihönkskum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband