Fjölmenni á fundi Öryrkjabandalagsins

Afar góð mæting er á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem nú fer fram á Grand hóteli. Þar flytja erindi og sitja fyrir svörum fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis nema frá Lýðræðishreyfingunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja velferðarkerfið. Þessu mótmælti formaður Sjálfstæðisflokks harðlega.

„Við núverandi aðstæður þarf að styrkja velferðina,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Sagði hún ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.

Þetta var meðal þess sem fram kom á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem haldinn var á Grand hóteli fyrr í kvöld fyrir fullum sal. Spurning fundarins til fulltrúa flokkanna var: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Orðum Jóhönnu mótmælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega og sagði útgjöld til velferðarmála hafa vaxið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.

Aðrir framsögumenn á fundinum eru:

Ögmundur Jónason, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins

Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar

Fram kom í máli fundarstjóra að Lýðræðishreyfingunni hefði verið boðið að senda fulltrúa, en enginn mætti fyrir þeirra hönd.

Fundargestum gafst kostur á að koma skriflegum spurningum til frambjóðenda og bárust ógrýnni spurninga til fundarstjóra sem bar upp spurningarnar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig fulltrúar flokkanna hygðust standa að hækkun örorku- og ellilífeyrisbóta og hvort staðið yrði við lög. 

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband